top of page

Skotheld ráð til að stækka rými



Heimili og Hönnun leitaði ráða við að hverju þarf helst að huga við hönnun meðalsstórra og lítilla rýma? Nokkrir af helstu innanhússarkitektum og hönnuðum landsins gáfu lesendum góð ráð.


Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður og eigandi lýsingarhönnunarstofunnar Hildiberg, segir að ljós og birta geti einmitt haft mikil áhrif á það hversu stór rými virðast vera og því skipti máli að velja rétta lýsingu í minni rýmum.

Hann segir að sem dæmi eigi frekar að notast við jafna birtu sem endurkastast af veggjum og lofti svo það virðist stærra. „Bjartara rými virkar stærra, en við þurfum ekki meiri birtu eða meira af búnaði til þess, það er ekki rétt nálgun heldur ættum við að nýta þá veggfleti og loft sem endurkasta birtunni best inn í rýmið.“

Af hverju? „Með því að varpa ljósi á valda veggi og loftfleti er eins og ljósið sé að „þrýsta“ veggjum og lofti frá sér,“ útskýrir Kristján. „Og það verður til þess að „stækka sjónræna upplifun okkar“ af rýminu.“

Kastarar og spot-ljós ekki endilega málið

Kristján varar hins vegar við því að spot-ljós og kastarar séu notuð með vissum hætti í minni rýmum. „Ég mæli ekki með notkun spotljóss eða kastara, sem er vísað frá veggjum og lofti niður á gólf,“ segir hann. „Því þar sem birtan beinist eingöngu að gólfinu þá virkar lofthæðin minni.“ Áhrifin verði þau að rýmið „dragist saman“, sem sé einmitt andstæðan við notkun jafnrar birtu sem endurkastast af veggjum og lofti.

Kostir jafnrar birtu

Að sögn Kristjáns er ekki nóg með að jöfn birta, sem endurkastast af veggfleti eða lofti, komi betur út í minni rýmum, hún er líka betri fyrir umhverfið. „Því á meðan við nýtum aðeins 20 prósent af birtunni sem er varpað á gólf þá nýtum við 80 prósent af birtunni sem er varpað á loft og veggi,“ segir hann. „Við þurfum því minna af ljósum og minna af orku til að lýsa rými ef við vinnum með endurkastið frá ljósgjöfum á veggi og lofti.“


Linkur á greinina í heild sinni

댓글


bottom of page