Hildiberg hönnunarhús óskar eftir liðsauka Hildiberg hönnunarhús óskar eftir að bæta við sig tækniteiknara og hönnuði með áhuga á lýsingarhönnun og raflagnahönnun.
Hildiberg er hönnunarstofa sem sérhæfir sig í skapandi lýsingarhönnun bæði innan- og utandyra ásamt því að fást við hönnun lýsingar fyrir listasöfn og listræna innsetninga. Hildiberg hefur mikla reynslu af framleiðslu og hönnun á sérsniðnum ljósbúnaði. Mörg krefjandi og skemmtileg verkefni eru framundan fyrir rétta aðila sem þurfa að geta unnið bæði sjálfstætt og í hópi. Umsóknir sendist á hildiberg@hildiberg.is ásamt náms- og starfsferilskrá. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
