top of page

Brilljant hannaðar borðstofur
Heimili og hönnun leitaði ráða fyrir lesendur fyrir góða borðstofuhönnun

Það reynir oft á útsjónarsemi og hugmyndaauðgi ekki síður en faglega þekkingu og reynslu þegar innanhússarkitektar og -hönnuðir eru fengnir til að innrétta heimili í samræmi við óskir húsráðenda. HÉR ER fékk einvalalið innanhússarkitekta og -hönnuða til sýna borðstofur sem þeir hafa hannað og innréttað af stakri snilld og segja um leið frá hugmyndum húsráðenda og hvernig þær voru útfærðar.


Mikilvægi réttrar lýsingar

Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður og eigandi lýsingarhönnunarstofunnar Hildiberg, segir mikilvægt að huga að góðri lýsingu í borðstofum. Borðstofur nútímans gegni margþættu hlutverki; þar sé borðað við ýmis tilefni en líka spilað, unnið og lært og því gott að nota mismunandi lýsingu til að skapa rétta stemningu.

„Oft hefur verkkaupi ákveðin ljós í huga á meðan það það ætti í raun frekar að huga að því hvers konar lýsing hentar þessum ólíku hlutverkum sem borðstofur gegna og hvaða ljósabúnaður kemur fagurfræðilega vel út í rýminu,“ bendir Kristján á.

Kristján segir skipta máli hvernig ljósin „dimmast“ og eins hvaða ljós „dimmast“ saman. „Til dæmis ætti borðstofuljósið sjálft að dimmast eitt og sér, en önnur ljós í rýminu ætti að vera hægt að para saman fyrir minna rými. Ástæðan er einfaldlega sú að borðstofuljósið er í aðalhlutverki, bæði hvað varðar virkni og útlit,“ segir hann og bætir við að þegar borðstofuljós er valið þá skipti virknin aðal máli og þvínæst útlitið.


Linkur á greinina í heild sinni

Comments


bottom of page