top of page

Lýsing eykur jákvæða upplifun af rýmum og svæðum,

Við eru skapandi hönnunarhús með áherslu á lýsingarhönnun og upplifun rýma.

Við höfum hlotið margskonar viðurkenningar og hlotið margvís hönnunarverðlaun bæði fyrir lýsingarhönnun, mannvirki, ljósabúnað, sýninga og ljósalistaverka.

Dario Nuñez Salazar

820 3967

Lýsingarhönnuður M.A. / IALD - Arkitekt Darío er arkitekt með meistaragráðu í lýsingarhönnun frá Hochschule Wismar í Þýskalandi. Hann hóf starfsferil sinn árið 2004 hjá Artenluz í Mexíkó og flutti til Íslands árið 2007 og hóf þá störf hjá Lumex. ​Þá sótti Darío sér alþjóðareynslu og starfaði m.a. fyrir Light-Cibles í Singapúr, L-Plan í Berlín og WSP Ljusdesign í Malmö. Síðustu ár hefur Daríó verið leiðandi í lýsingarhönnun hjá Verkfræðistofunni Verkís. Einnig hefur hann verið varaformaður Ljóstæknifélags Íslands. Jafnframt hefur Darío tekið þátt í ýmsum viðburðum tengdum lýsingarhönnun hér heima og erlendis, bæði sem fyrirlesari og stýrt vinnuhópum. Hann hefur einnig hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga í ljósahönnun. Árið 2023 ákvað Darío að ganga til liðs við Hildiberg Hönnunarhús. Darío er meðlimur í alþjóðasamtökum lýsingarhönnuða IALD

Kjartan H. Óskarsson

897 5574

Lýsingarhönnuður / Húsgagna- og Innanhússarkitekt MFA Kjartan starfaði sem innanhússarkitekt frá 1998, fyrst á Ítalíu eftir nám og svo hjá Arkþing arkitektum þar til að hann hóf að starfa sjálfstætt. Meðfram því starfaði hann sem lýsingarhönnuður fyrir Rafkaup hf með hléum. Síðan 2014 hefur Kjartan aðalega starfað við hönnun og framleiðslu á ljósum og húsgögnum fyrir eigin fyrirtæki, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum og gerir enn ásamt því að vinna fyrir Hildiberg. Kjartan hefur tekið þátt í mörgum hönnunar- og vörusýningum víða um heim og hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir. ​ Kjartan er lærður húsgagna og innanhússarkitekt frá ISAD í Mílanó á Ítalíu og er með mastersgráðu (MFA) í húsgagnahönnun og framleiðslu frá RISD, Providence USA.

Kristján Kristjánsson

625 7710

Lýsingarhönnuður MSLL Kristján hefur 16 ára víðtæka reynslu í lýsingarhönnun og hefur komið að fjölbreyttum alþjóðlegum verkefnum. Kristján hefur líka starfað sem ljóslistamaður og sett upp ljóslistaverkefni víða um Evrópu á síðustu árum. Ásamt að hafa séð um að lýsa verk og muni fyrir listasöfn á Íslandi og Bretlandi. ​Kristján byrjaði feril sinn hjá Lumex 2004 en eftir að hafa starfað sem lýsingarhönnuður og listamaður í nokkur ár fór Kristján í nám í lýsingartækni og svo lýsingarhönnun sem hann lauk 2009. Kristján var ráðinn til EFLU verkfræðistofu 2013 sem lýsingarhönnuður. 2015 flutt Kristján til Edinborgar og hóf störf á hönnunarstofunni KSLD og starfaði þar til 2019. Kristján starfið í rúmt ár hjá Lisku lýsingar og raflagnastofu áður en hann stofnaði Hildiberg hönnunarhús árið 2020. Kristján er viðurkenndur sem faglegur lýsingarhönnuður frá bresku verkfræðisamtökunum (CBISE – SLL) ásamt að vera meðlimur í dark sky association

BO_edited.jpg

Brynjar Óli Ólafsson

616 2779

Lýsingarhönnuður Brynjar er með sveinspróf í rafvikjun og starfaði sem rafvirki frá árinu 2012 þar sem hann sá meðal annars um verkstýringu á stórum verkefnum. Árið 2021 hóf Brynjar feril sinn sem lýsingarhönnuður hjá Eflu verkfræðistofu eftir að hafa unnið við sölu og lýsingarráðgjöf hjá Rafkaup. Árið 2022 gekk Brynjar svo til liðs við Hildiberg. Brynjar hefur tekið þátt i fjölbreyttum verkefnum sem lýsingarhönnuður hjá Hildiberg.

istockphoto-1142192548-612x612.jpg

Fannar Guðni Guðmundsson

861 6697

Innanhússarkitekt/Innanhúshönnuður

istockphoto-1142192666-612x612.jpg

Sandra Ósk Viktorsdóttir

867 7892
 

Tækniteiknari

© 2025 Hildiberg Hönnunarhús ehf

Vatnagarðar 6. 104 Reykjavík

kt: 520820-0190 

hildiberg@hildiberg.is

+354 625 7710 

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page